Nova mun skipta um Vinatón hjá viðskiptavinum sínum sem ekki hafa stillt Vinatóna hjá sér. Í þetta sinn fengum við Jón Jónsson til að búa til Vinatón úr laginu „Always Gonna Be There”. Vonandi líkar þér nýi Vinatónninn.
Viltu velja þína eigin tónlist?
Nú er nýtt og betra vinatónakerfi komið á nova.is. Smelltu þér á nova.is/Tonar og skráðu þig inn. Þá getur þú breytt Vinatónum, sett inn þína eigin tóna og stillt hverjir hlusta á hvaða tón.
Viltu slökkva á Vinatónum?
Ef þú vilt ekki hafa Vinatón og fá gamla sóninn til baka þá er það lítið mál. Það getur þú gert inn á nova.is/Tonar, sent SMS-ið nei takk í 1900 eða hafa samband við þjónustuver Nova í síma 519 1919.
Skemmtileg öpp fyrir snjallsímann þinn
Flipagram Búðu til myndband úr Instagram myndunum þínum.
Logos Quiz Þekkir þú vörumerkið? Hressandi leikur sem reynir á sjónminnið.
Be Iceland Eina appið sem þú þarft á ferðalagi þínu um Ísland.
Flipboard Skemmtilegri leið til að skoða samfélagsmiðla og aðra fréttamiðla.
Nova var á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum
Nova var eins og svo margir á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina. Við vorum að sjálfsögðu í stuði; skelltum upp verslun, héldum gítarpartí og gáfum hressandi gjafavöru.
Frábær hátíð og fullt af skemmtilegu fólki! Fleiri myndir á Facebook.
iPhone námskeið
Það er frábært að eiga iPhone og enn skemmtilegra að kunna á hann.
Alla fimmtudaga eru iPhone námskeið í verslun Nova Lágmúla. Námskeiðin eru ókeypis og standa frá kl. 12 til 13 og 17 til 18.
Þú getur skráð þig með því að senda póst á iphone@nova.is.
Android námskeið
Fáðu meira út úr Android tækinu þínu.
Alla miðvikudaga eru Android námskeið í verslun Nova Lágmúla. Námskeiðin eru ókeypis og standa frá kl. 12 til 13 og 17 til 18.